Skátafélagið Fálkar

Stofnað: 1940 Virkt: Nei

Stofnað í júlí 1940 og var fyrsta skátafélagið sem starfaði í sveit. Félagið var stofnað með aðstoð frá Skátafélaginu Andvörum á Sauðárkróki. Starfið var flott fyrstu árin en þá voru 11 meðlimir í félaginu auk stjórnar. Fundað var reglulega og haldnar útilegur. Þrátt fyrir fáa meðlimi keyptu þeir skála og voru duglegir að gera hann upp. Stjórn félagsins fyrstu 3 árin voru Sigurður Jónsson, Baldur Jónsson og Sveinbjörn Jónsson en Sigurður var sveitarforinginn.